Fréttir

15.8.2014

Sumarferð 2015 ákveðin

Gönguklúbbur 2010Árleg sumarferð Rótarýklúbbsins Reykjavík-Miðborg næsta sumar verður dagana 25.-28. júní 2015. Dvalið verður á Hóteli Bjarkalundi í Reykhólasveit, elsta sumarhóteli landsins. Farið verður í kynnisferðir um héraðið, bæði á tveimur jafnfljótum og akandi. Þetta verður 18. sumarferð klúbbsins. Þær hafa fyrir löngu unnið sér fastan sess í klúbbstarfinu og njóta mikilla vinsælda. Hér má sjá lista yfir allar sumarferðirnar og frétt um ferðina 2014 og 2013.