Fréttir

3.10.2011

Tveir nýir klúbbfélagar

Guðrún Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) og Hanna Katrín Friðriksson, yfirmaður viðskiptaþróunar á lyfjasviði Icepharma voru í dag teknar í klúbbinn.Inntaka 3. okt. 2011

Guðrún er fulltrúi starfsgreinarinnar opinber stjórnun. Guðrún lauk prófi í markaðsfræðum frá Charleton University í Ottawa í Kanada 1991. Hún lauk MBA-prófi frá Nijenrode University í Hollandi 1994. Hún starfaði hjá bókaforlaginu Iðunni 1991-1993, Eimskipafélagi Íslands 1994-1995, Landsvirkjun 1995-1999, Íslandsbanka 1999-2005 og BYKO 2005-2007. Eftir það starfaði hún við ráðgjöf þar til hún tók við starfi framkvæmdastjóra LÍN 2009.

Guðrún Ragnarsdóttir

Guðrún sat í gæðaráði Landspítala Íslands, dómnefnd þekkingarverðlauna Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga, var matsmaður Íslensku gæðaverðlaunanna og varaformaður sömu verðlauna. Hún var varaformaður og formaður Stjórnvísi (áður Gæðastjórnunarfélags Íslands). Þá var hún varaformaður Íslensku óperunnar um skeið.

Guðrún er gift Hirti Hjartarsyni og eiga þau tvö börn.

Hanna Katrín er fulltrúi starfsgreinarinnar heilbrigðiskerfi. Hún útskrifaðist frá Háskóla Íslands með BA-próf í hagfræði og heimspeki 1999. Hún lauk MBA-prófi frá University of California í Bandaríkjunum 2001. Katrín var framkvæmdastjóri Háskólans í Reykjavík 2003-2005. Hún var framkvæmdastjóri stjórnunar- og samskiptasviðs Eimskips 2005-2007 og aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra 2007-2009. Hún tók við núverandi starfi 2010. Hanna Katrín hefur starfað sem stundakennari við Háskólann í Reykjavík og Háskólann á Bifröst.

Hanna Katrín Friðriksson

Hanna Katrín situr í stjórnum MP banka, IH (Ingvars Helgasonar) og B&L (Bifreiða og landbúnaðarvéla) auk þess sem hún hefur áður setið í stjórn Íslenska útvarpsfélagsins og átt sæti í opinberum nefndum á sviði mennta- og heilbrigðismála.

Hanna Katrín er gift Ragnhildi Sverrisdóttur og eiga þær tvær dætur.