Fréttir

10.6.2013

Rótarýklúbburinn Reykjavík-Miðborg styrkir Enza

RRM 10-6-2013 1

Á fundi í Rótarýklúbbnum Reykjavík-Miðborg afhentu Jón Ólafur Halldórsson, forseti klúbbsins og Þórunn Sveinbjörnsdóttir, stallari hjálparsamtökunum Enza styrk að fjárhæð 200.000 kr. Rut Gylfadóttir, formaður Enza og Erna Bryndís Halldórsdóttir, gjaldkeri veittu styrknum móttöku. Styrknum verður varið til að kaupa iðnaðarsaumavélar eða tölvur til að nota á starfssvæði samtakanna í Suður-Afríku.

Á heimasíðu Enza eru samtökin kynnt þannig:

Enza eru íslensk/suður-afrísk hjálparsamtök  Markmið samtakanna er atvinnuskapandi uppbyggingarstarf fyrir konur sem hafa vegna fátæktar og annara samfélagsmeina ekki fengið tækifæri til að þroska sig og mennta.  Enza rekur fræðslumiðstöð og kvennasmiðju þar sem áhersla er lögð á að veita Enza konum brautargengi í rekstri smáfyrirtækja.

RRM 10-6-2013 2Starfsemin fer fram í Mbekweni-New Rest fátækrahverfinu í Suður-Afríku sem liggur 50 km norður af Höfðaborg.

Forgangs og kjarnahópurinn í hjálparstarfi Enza eru stúlkur og konur sem hafa vegna bágborinna aðstæðna sinna, neyðst til að gefa frá sér börn sín til ættleiðingar.Í mörgum tilfellum hefur þeim verið afneitað í samfélaginu sem þær búa í, eða þá að þær flýja án þess að fólk viti af ástandi þeirra og ákveða að gefa barnið. Þannig geta þær snúið aftur og haldið lífi sínu áfram eins og ekkert hafi í skorist. 

Heildarfókus Enza er hinsvegar á konur í fátækrahverfinu sem vilja fræðast og auka tækifæri sín til innihaldsríkara lífs og bættra lífskilyrða. 

Orðið Enza er úr Zulu tungumálinu. Það hefur jákvæða skírskotun og þýðir að gera eða að framkvæma.

RRM 10-6-2013 3RRM 10-6-2013 4RRM 10-6-2013 5

RRM 10-6-2013 6RRM 10-6-2013 7RRM 10-6-2013 8

RRM 10-6-2013 9RRM 10-6-2013 10