Fréttir
Þórunn sæmd fálkaorðunni
Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir, félagi í Rótarýklúbbnum Reykjavík-Miðborg, var sæmd fálkaorðunni 17. júní 2015 við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Þórunn er formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni og fyrrverandi formaður Sóknar. Hún hlýtur orðuna fyrir störf í þágu verkalýðshreyfingar og velferðar.