Fréttir

13.8.2017

Klúbbstarf hefst á ný að loknu sumarleyfi

Fyrsti fundur í Rótarýklúbbnum Reykjavík-Miðborg að loknu sumarleyfi verður mánudaginn 14. ágúst 2017. Fundurinn verður haldinn á fundarstað klúbbsins í veitingahúsinu Nauthóli við Nauthólsvík. Hann hefst á hefðbundnum tíma kl. 12.15. Fyrirlesari verður klúbbfélaginn Þorkell Sigurlaugsson. Þorkell var formaður starfshóps sem fjármála- og efnahagsráðherra skipaði í febrúar 2017 tll að greina umfang og áhrif skattundanskota og skattsvika á íslenskan þjóðarbúskap ásamt því að gea tillögur um hvernig megi minnka svarta hagkerfið. Þá var hópnum falið að skoða hvaða skorður megi mögulega reisa varðandi notkun reiðufjár við greiðslu launa og kaup á dýrum hlutum. Þorkell mun fjalla um niðurstöður hópsins sem voru kynntar 22. júní 2017.