Fréttir

2.7.2012

Ný stjórn, nýtt starfsár

 

JÓH-HG stjórnarskipti 2012Þann 1. júlí 2012 hófst nýtt starfsár í Rótarýklúbbnum Reykjavík-Miðborg. Samtímis tók við ný stjórn undir forystu Jóns Ólafs Halldórssonar.

Í nýrri stjórn Rótarýklúbbsins Reykjavík-Miðborg sitja

Jón Ólafur Halldórsson, forseti

Kristín Guðmundsdóttir, viðtakandi forseti

Sólveig Baldursdóttir, ritari

Sævar Freyr Þráinsson, gjaldkeri

Þórunn Sveinbjörnsdóttir, stallari

Hrönn Greipsdóttir, fráfarandi forseti

 

Á stjórnarskiptafundi 2. júlí 2012 voru stjórnarskiptin innsigluð með táknrænum hætti þegar Hrönn Greipsdóttir, fráfarandi forseti klúbbsins hengdi forsetakeðjuna um háls Jóns Ólafs Halldórssonar, nýs forseta klúbbsins. Í ávarpi sínu á fundinum fór Hrönn yfir helstu atriði í starfi klúbbsins á liðnu starfsári. Hún nefndi m.a. að klúbburinn hefði í góðu samstarfi við rótarýklúbbana í Árbæ og Grafarvogi undirbúið stofnun nýs rótarýklúbbs, eRótarý Ísland. Nýi klúbburinn hlaut fullgildingu frá Rotary International 26. júní 2012. Hann er að því leyti sérstakur að höfðað er til einstaklinga á aldrinum 30-40 ára og stefnt er að því að helmingur funda verði rafrænn. Auk þess að vera einn af móðurklúbbum hins nýja rótarýklúbbs, styrkti Miðborgarklúbburinn hann með fjárframlagi. Hrönn nefndi einnig fjölgun klúbbfélaga en á síðustu tveimur starfsárum hafa 14 nýir félagar bæst í hópinn. Þeir eru nú 78. Ný stjórn hefur sett markið á 80 félaga. Í klúbbnum eru 37 karlar og 41 kona. Tveir klúbbfélagar létust á árinu um aldur fram eftir baráttu við krabbamein, Eiríkur Guðnason 31. október 2011 og Ingibjörg Rafnar 27. nóvember 2011. Hér má finna ávarp Hrannar: Ársskýrsla 2011-2012

Stjórnarskiptafundurinn var haldinn á veitingastaðnum Nauthóli við Nauthólsvík við rætur Öskjuhlíðar. Fundur klúbbsins verða framvegis haldnir þar en ekki á Hótel Borg.