Fréttir

8.8.2014

Klúbbstarf hefst á ný að loknu sumarleyfi

Fyrsti fundur í Rótarýklúbbnum Reykjavík-Miðborg að loknu sumarleyfi verður mánudaginn 11. ágúst 2014. Fundurinn verður haldinn á fundarstað klúbbsins í veitingahúsinu Nauthóli við Nauthólsvík. Hann hefst á hefðbundnum tíma kl. 12.15. Björn Bjarnason, fv. alþingismaður og ráðherra og núverandi formaður Aflsins verður ræðumaður dagsins. Hann fjallar um hugleiðslu.