12.10.2015
Rótarýfélagar á rótarýþingi

70. umdæmisþing Rótarý á Íslandi var haldið í Borgarnesi dagana 9. og 10. október 2015. Dagskráin var fjölbreytt að vanda. Fjórir félagar í Rótarýklúbbnum Reykjavík-Miðborg sátu þingið, þau Rannveig Gunnarsdóttir, forseti klúbbsins, Thomas Möller, viðtakandi forseti, Ellen Ingvadóttir, fyrrverandi forseti klúbbsins og fyrrverandi umdæmisstjóri og Esther Guðmundsdóttir, aðstoðarumdæmisstjóri.