Fréttir

5.12.2014

Jólafundur

Jólafundur Rótarýklúbbsins Reykjavík-Miðborg verður haldinn mánudaginn 8. desember 2014 á fundarstað klúbbsins í veitingahúsinu Nauthóli. Fundurinn hefst með fordrykk kl. 19. Á fundinum mun klúbbfélaginn sr. Anna Sigríður Pálsdóttir flytja hugvekju. Þá mun Ófeigur Sigurðsson, rithöfundur lesa úr bók sinni Öræfi. Fundurinn er opinn mökum og öðrum gestum klúbbfélaga. Þátttaka skal tilkynnt fyrirfram til ritara klúbbsins Guðrúnar Ragnarsdóttur (gudrun@strategia.is).