Nýr klúbbfélagi
Jón Sigurðsson hrl. var tekinn í Rótarýklúbbinn Reykjavík-Miðborg á fundi í klúbbnum 12. september 2016. Hann verður fulltrúi starfsgreinarinnar lögfræðiþjónusta og reikningshald. Að Jóni meðtöldum eru klúbbfélagar 81, þar af 42 konur og 39 karlar.
Jón Sigurðsson (1974) lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 2000. Ári síðar öðlaðist hann málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi og málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti 2007. Hann lauk LL.M. gráðu frá University of Leicester í Englandi 2008. Ári síðar lauk hann prófi í verðbréfaviðskiptum.
Jón var blaðamaður á Morgunblaðinu 2000. Hann var lögmaður hjá Andra Árnasyni hrl. / Juris lögmannsstofu 2000-2007 og lögmaður hjá Straumi-Burðarási fjárfestingarbanka 2008-2009. Hann hefur verið sjálfstætt starfandi lögmaður og eigandi JS lögmannsstofu frá 2009.
Jón hefur setið í stjórnum félaga og stofnana og í laganefnd Lögmannafélags Íslands. Þá hefur hann verið stundakennari við Háskóla Íslands og Háskólann á Bifröst og prófdómari á námskeiði til öflunar réttinda til að vera héraðsdómslögmaður.
Sambýliskona Jóns er Jóhanna Hildur Hauksdóttir, náms- og starfsráðgjafi. Þau eiga fimm börn á aldrinum eins til fjórtán ára, þrjár stúlkur og tvo drengi.