Fréttir

9.12.2017

Jólafundur hjá Rótarýklúbbnum Reykjavík-Miðborg

Rótarýklúbburinn Reykjavík-Miðborg hélt sinn árlega jólafund mánudaginn 4. desember 2017 í veitingahúsinu Nauthóli við Nauthólsvík. Rúmlega 60 klúbbfélagar og makar sóttu fundinn. Boðið var upp á sannkallaða veislu í mat og drykk. Flutt var jólahugvekja og tónlistaratriði flutt. 

Svanhildur Blöndal, forseti klúbbsins setti jólafundinn. Hún þakkaði skemmtinefnd klúbbsins fyrir að skipuleggja hann. Í nefndinni sitja Sigríður Snæbjörnsdóttir, formaður, Ari Kristinn Jónsson, Davíð Stefán Guðmundsson og Íris Baldursdóttir.


Dagskráin hæfði tilefninu. Sr. Ólafur Jóhann Bergþórsson, sóknarprestur í Seljakirkju í Reykjavík flutti jólahugvekju. Hann ræddi m.a. um mikilvægi þess að kenna börnum jólasálma. Þá söng Una Stefánsdóttir (Una Stef) nokkur lög við eigin undirleik.Faðir Unu, Stefán Stefánsson, er klúbbfélagi og viðtakandi forseti klúbbsins. Hann brá fyrir sig saxafóninum og tók lagið með henni.