Fréttir
Jólafundur hjá Rótarýklúbbnum Reykjavík-Miðborg
Rótarýklúbburinn Reykjavík-Miðborg hélt sinn árlega jólafund mánudaginn 4. desember 2017 í veitingahúsinu Nauthóli við Nauthólsvík. Rúmlega 60 klúbbfélagar og makar sóttu fundinn. Boðið var upp á sannkallaða veislu í mat og drykk. Flutt var jólahugvekja og tónlistaratriði flutt.
Svanhildur Blöndal, forseti klúbbsins setti jólafundinn. Hún þakkaði skemmtinefnd klúbbsins fyrir að skipuleggja hann. Í nefndinni sitja Sigríður Snæbjörnsdóttir, formaður, Ari Kristinn Jónsson, Davíð Stefán Guðmundsson og Íris Baldursdóttir.