Fréttir
Stefnir í spennandi umdæmisþing
Nú hafa 98 skráð sig á umdæmisþingið sem haldið verður á Selfossi 11.-12. október og 127 manns hafa skráð sig á lokahófið. Stefnir í mjög líflegt og spennandi þing. Áttir þú eftir að skrá þig?
52 hafa þegar skráð sig í makadagskrána og 106 hafa skráð sig á rótarýfundinn. Umdæmisþing er kjörið tækifæri til að kynnast rótarýfélögum í öðrum klúbbum, kynnast innviðum starfsins betur og að bjóða makanum upp á hátíðardagskrá, bæði á rótarýfundinum og á lokahófinu. Þingið verður haldið á Hótel Selfossi þar sem flestir þinggetir munu búa. Sjá nánar um þingið hér.