Fréttir

15.10.2012

Heimsókn til Actavis

Actavis 15-10-2012 2Rótarýklúbburinn Reykjavík-Miðborg heimsótti höfuðstöðvar Actavis á Íslandi 15. október 2012. Heimsóknin var í boði Jóns Gunnars Jónssonar, framkvæmdastjóra hjá félaginu.

Í heimsókninni til Actavis var klúbbfélögum boðið upp á hádegismat. Í erindi sínu fór Jón Gunnar stuttlega yfir sögu félagsins og forvera þess. Sagan nær alveg til 1956 þegar sjö apótekarar stofnuðu innkaupasamband, Pharmaco. Nokkrum árum síðar hóf félagið lyfjaframleiðslu. Starfsemi erlendis hófst 1999 og í maí var nafnið Actavis tekið upp. Í apríl 2012 var síðan greint frá því að bandaríski samheimalyfjaframleiðandinn Watson hefði ákveðið að kaupa Acatvis. Við það verður til þriðji stærsti samheitalyfjaframleiðandi í heiminum.

 

Actavis 15-10-2012 3Actavis 15-10-2012 4Á Íslandi eru þrjár rekstrareiningar: Þróunarstarfsemi, lyfjaverksmiðja og félagið Medis sem annast sölu á lyfjum og lyfjahugviti til þriðja aðila. Alls starfa um 700 manns á Íslandi.