Fréttir
Rótarýklúbbur veitir styrki
Rótarýklúbburinn Reykjavík-Miðborg lagði rúmlega eina milljón krónur til innlendra og erlendra samfélagsverkefna á starfsárinu sem er að ljúka. Þetta endurspeglar vel almenn markmið rótarýhreyfingarinnar sem eru að efla bræðralag og veita þjónustu. Þessi alþjóðlegu samtök standa fyrir mannúðar- og menningarstarfi, stuðla að sem bestu siðgæði í öllum starfsgreinum og hvetja til góðvildar og friðar í heiminum.