Fréttir
Rótarýklúbbur veitir styrki
Í dag veitti Rótarýklúbburinn Reykjavík-Miðborg styrki til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna (SKB) og Umhyggju - félags til stuðnings langveikum börnum. Á myndinni sjást Gréta Ingþórsdóttir, framkvæmdastjóri SKB og Ragna K. Marinósdóttir, framkvæmdastjóri Umhyggju veita styrkjunum viðtöku. Með þeim á myndinni eru Jón Bergmundsson, forseti klúbbsins, Guðrún Ragnarsdóttir, ritari og Pétur Magnússon, gjaldkeri.
Rótarýklúbburinn Reykjavík-Miðborg lagði rúmlega eina milljón krónur til innlendra og erlendra samfélagsverkefna á starfsárinu sem er að ljúka. Þetta endurspeglar vel almenn markmið rótarýhreyfingarinnar sem eru að efla bræðralag og veita þjónustu. Þessi alþjóðlegu samtök standa fyrir mannúðar- og menningarstarfi, stuðla að sem bestu siðgæði í öllum starfsgreinum og hvetja til góðvildar og friðar í heiminum.