Fréttir
Heimsókn til Olís
Næsti fundur í Rótarýklúbbnum Reykjavík-Miðborg verður haldinn í höfuðstöðvum Olís, Katrínartúni 2 í Reykjavík (Höfðatorgi). Fundurinn verður mánudaginn 25. janúar 2016 og hefst kl. 17.15. Á fundinum mun Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís og félagi í rótarýklúbbnum segja frá starfsemi félagsins. Boðið verður upp á léttar veitingar.