Fréttir
Nýr Paul Harris félagi
Á fundi í Rótarýklúbbnum Reykjavík-Miðborg 14. desember 2015 var Finnur Sveinbjörnsson útnefndur Paul Harris félagi. Um er að ræða viðurkenningu sem nefnd er eftir stofnanda rótarýhreyfingarinnar. Útnefninguna hlýtur Finnur fyrir störf í þágu klúbbsins og íslensku rótarýhreyfingarinnar. Aðrir klúbbfélagar sem hafa verið útnefndir Paul Harris félagar eru Birgir Ómar Haraldsson, Ellen Ingvadóttir, Lára V. Júlíusdóttir, Oddrún Kristjánsdóttir, Sólveig Pétursdóttir og Vigdís Finnbogadóttir.