Fréttir
Stjórnarkjör í Rótarýklúbbnum Reykjavík-Miðborg
Á fundi í dag í Rótarýklúbbnum Reykjavík-Miðborg var kjörin stjórn fyrir starfsárið 2015-2016 sem hefst 1. júlí 2015. Í stjórninni sitja Rannveig Gunnarsdóttir forseti, Thomas Möller viðtakandi forseti, Pétur Blöndal ritari, Árni Gunnarsson gjaldkeri, Sigríður Snæbjörnsdóttir stallari og Jón Bergmundsson fráfarandi forseti. Rannveig var ritari klúbbsins 2004-2005, Thomas var ritari 2005-2006 og 2013-2014 og Sigríður var gjaldkeri 2001-2002.
Á fundinum voru einnig kosnir tveir skoðunarmenn reikninga: Dögg Pálsdóttir til tveggja ára (2014-2016) og Þórunn Guðmundsdóttir til eins árs (2014-2015).