Fréttir

14.12.2015

Jólafundur í Rótarýklúbbnum Reykjavík-Miðborg

Rótarýklúbburinn Reykjavík-Miðborg hélt jólafund sinn 14. desember 2015 á veitinguhúsinu Nauthóli. Fundurinn var fjölsóttur og heppnaðist vel. Það var skemmtinefnd klúbbsins, þau Sólveig Pétursdóttir, Heimir Sindrason, Stefán Stefánsson og Tinna Gunnlaugsdóttir, sem skipulagði fundinn.

Dagskrá jólafundarins var óvenjufjölbreytt að þessu sinni. Sólveig Baldursdóttir sagði fallega örjólasögu úr sínu lífi. Vigdís Finnbogadóttir flutti hugvekju. Hún minnti á mikilvæg málefni líðandi stundar eins og að viðhalda tungumálinu og vernda umhverfið. Þar lagði hún sérstaka áherslu á verndun og endurheimt votlendis og mikilvægi þess að fylla skurði í landinu. Í kjölfar hugvekju Vigdísar sögðu Þorkell Sigurlaugsson, Heimir Sindrason og Þórunn Sveinbjörnsdóttir nokkur orð um skurði.


Davíð Stefán Guðmundsson var tekinn í klúbbinn og Finnur Sveinbjörnsson var útnefndur Paul Harris félagi fyrir störf í þágu klúbbsins og íslensku rótarýhreyfingarinnar.

Tríóið "Skurðgoðin" lék nokkur lög við góðar undirtektir. Tríóið skipa klúbbfélagarnir Heimir Sindrason og Stefán Stefánsson auk Gunnars Hrafnsonar sem er eiginmaður klúbbfélagans Sólveigar Baldursdóttur.