Ný stjórn, nýtt starfsár
Nýtt starfsár í Rótarýklúbbnum Reykjavík-Miðborg hófst 1. júlí 2017. Samtímis tók við ný stjórn undir forystu Svanhildar Blöndal. Stjórnarskiptin voru innsigluð með táknrænum hætti á stjórnarskiptafundi 26. júní. Í nýrri stjórn klúbbsins sitja Svanhildur Blöndal forseti, Stefán Stefánsson viðtakandi forseti (verður forseti starfsárið 2018-2019), Gunnhildur Arnardóttir ritari, Magnús Harðarson gjaldkeri, Davíð Stefán Guðmundsson stallari og Thomas Möller fráfarandi forseti.
Á stjórnarskiptafundi í Rótarýklúbbnum Reykjavík-Miðborg 26. júní 2017 tók ný stjórn undir forystu Svanhildar Blöndal við af fráfarandi stjórn undir forystu Thomasr Möller. Á fundinum flutti Thomas skýrslu stjórnar. Hann fór yfir það helsta sem bar við í starfsemi klúbbsins á liðnu starfsári. Haldnir voru 42 fundir á starfsárinu, að meðtöldum tveimur stjóarnarskiptafundum þegar hún tók við og þegar hún lauk störfum. Langflestir fundanna voru á hefðbundnum fundarstað klúbbsins á veitingahúsinu Nauthóli við Nauthólsvík. Tveir fundanna voru fyrirtækjaheimsóknir, þ.e. hjá Valitor og GAMMA. Jólafundurinn var haldinn í Þjóðleikhúskjallaranum og einn fundur var haldinn í ferð klúbbsins til Washington DC.
Á starfsárinu var haldinn eitt þúsundasti fundur klúbbsins 13. febrúar 2017. Á fundinum var rifjuð upp stofnun klúbbsins, nýr félagi var tekinn í klúbbinn og dreift var afriti af fyrsta og eina tölublaði af fréttablaði klúbbsins, "Punktum og pistlum". Á fundinum var Sólveig Pétursdóttir útnefnd heiðursfélagi. Hún er annar heiðursfélagi klúbbsins, sá eini hingað til er Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands.
Á starfsárinu veitti klúbburinn 300 þús.kr. styrk til Unicef á Íslandi til styrktar börnum á flótta í Sýrlandi. Þá var veittur 350 þús.kr. styrkur til lömunarveikisjóðs alþjóðlegu rótarýhreyfingarinnar, 150 þús.kr. styrkur til almenns styrktarsjóðs alþjóðlegu rótarýhreyfingarinnar og loks 200 þús.kr. styrkur til Rauða krossins á Íslandi. Samtals gerir þetta eina milljón krónur.
Í lok starfsárins eru klúbbfélagar 82, þar af 42 konur og 40 karlar. Tveir nýir félagar bættust í hópinn á árinu, þeir Jón Sigurðsson og Þorsteinn Örn Guðmundsson. Klúbbfélaginn Katrín Pálsdóttir lést í október 2016.
Hér má finna ávarp Thomasar á stjórnarskiptafundinum: Arsskyrsla-2016-2017