26.3.2018
Viðurkenning til rótarýklúbbs fyrir fjársöfnun

Rótarýklúbburinn Reykjavík-Miðborg er einn þriggja rótarýklúbba á Íslandi sem safnaði meira en jafnvirði 1.500 USD á starfsárinu 2016-2017 til stuðnings baráttu rótarýhreyfingarinnar gegn lömunarveiki (End Polio Now: Make History Today Campaign). Á móti hverjum bandaríkjadal sem rótarýhreyfingin safnar leggur sjóður hjónanna Melinda og Bill Gates (Bill & Melinda Gates Foundation) til tvo bandaríkjadali til verkefnisins. Það munar um minna! Á myndinni sést Knútur Óskarsson, umdæmisstjóri íslenska rótarýumdæmisins afhenda Svanhildi Blöndal, forseta Rótarýklúbbsins Reykjavík-Miðborg viðurkenningarskjal frá alþjóðlega Rótarýsjóðnum vegna þessa árangurs.