Fréttir

17.1.2011

Nýr klúbbfélagi

Ástríður Grímsdóttir, héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjaness var í dag tekin í Rótarýklúbbinn Reykjavík-Miðborg. Ástríður var áður félagi í Rótarýklúbbi Selfoss og þar áður Rótarýklúbbi Ólafsfjarðar og óskaði eftir flutningi eftir að hún fluttist til höfuðborgrsvæðisins starfs síns vegna. Ástríður lauk lögfræðiprófi við Háskóla Íslands 1993. Hún lauk stjórnunarnámi við Endurmenntun HÍ 2004 en það nám er í samvinnu við Lögregluskólann. Hún rak eigin lögmannsstofu, Lögbæ, og fasteignasölu í Mofellsbæ P11701371996-2001 þegar hún var skipuð sýslumaður á Ólafsfirði. Þar sat hún fram á haustið 2005 þegar hún leysti sýslumanninn á Seyðisfirði af fram á sumar 2006. Þá varð hún héraðsdómari við Héraðsdóm Suðurlands á Selfossi en fluttist til Héraðsdóms Reykjaness í maí sl.

 

Ástríður gekk í Rótarýklúbb Ólafsfjarðar 2001 og gegndi þar störfum gjaldkera, ritara og forseta. Haustið 2006 fluttist hún í Rótarýklúbb Selfoss. Hún var gjaldkeri þess klúbbs á síðasta starfsári.

 

Ástríður er í sambúð með Sævari Benediktssyni, sjóntækjafræðingi. Hún á fjögur uppkomin börn.