Fréttir

15.8.2014

Fundur í Háskólanum í Reykjavík

Næsti fundur í Rótarýklúbbnum Reykjavík-Miðborg 18. ágúst 2014 verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík (HR). Fundurinn hefst á venjulegum tíma kl. 12.15. Klúbbfélagarnir Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri í HR og Hrefna Sigríður Briem, forstöðumaður í HR taka á móti hópnum og segja frá starfsemi skólans. Boðið verður upp á léttan hádegisverð.