Fréttir
Stórafmæli rótarýklúbbs
Rótarýklúbburinn Reykjavík-Miðborg verður tuttugu ára 30. maí 2014. Afmælinu verður fagnað á veglegri afmælishátíð mánudaginn 26. maí. Afmælishátíðin verður á veitingahúsinu Nauthóli. Hátíðin hefst kl. 19 með fordrykk. Auk hátíðarkvöldverðar verður boðið upp á fjölbreytta hátíðardagskrá í tilefni afmælisins. Þátttaka klúbbfélaga og maka skal tilkynnt sem fyrst með tölvupósti til ritara klúbbsins, Thomasar Möller (thomas@rymi.is).