Fréttir

20.2.2016

Rótarýdagurinn 27. febrúar 2016

Fjórir rótarýklúbbar í Reykjavík taka höndum saman á rótarýdeginum 27. febrúar 2016 og standa fyrir glæsilegri ráðstefnu í samvinnu við Háskólann í Reykjavík. Þetta eru Rótarýklúbburinn Reykjavík-Austurbær, Rótarýklúbburinn Reykjavík-Miðborg, Rótarýklúbburinn eRótarý-Ísland og Rotary Reykjavík International. Heiti ráðstefnunnar er Fjölmenning á Íslandi: Krydd í íslenskt samfélag? Ráðstefnan verður haldin í sal M101 í HR kl. 9.30-12. Meðal fyrirlesara eru rótarýfélagarnir Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands og Ari Kristinn Jónsson, rekstor Háskólans í Reykjavík.

Rótarýhreyfingin á Íslandi stendur fyrir rótarýdeginum. Yfirskrift dagsins er fjölmenning. Áhersla er lögð á að dagskráin höfði til almennings og þá ekki síst þeirra sem flust hafa til landsins hin síðari ár. Einnig verður tækifærið notað til að varpa ljósi á starf rótarýklúbba á Íslandi og hin merku viðfangsefni sem rótarýhreyfingin sinnir á sviði mannúðar- og menningarmála um heim allan. Sjá einnig viðburðarsíðu á Facebook https://www.facebook.com/events/723100624456323/

Dagskráin:

09:30                    Kaffi og með því.

10:00                    Vigdís Finnbogadóttir: Fjölmenning á stríðsárum.

10:15                    Ari K Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík: Fjölmenning, menntun og nýsköpun.

10:30                    Fida Abu Libdeh, frumkvöðull og stofnandi Geosilica: Það eina sem við þurfum er tækifæri.

10:45                    Kaffi.

11:00                    Joanna Marcinkowska, ráðgjafi innflytjenda hjá Reykjavíkurborg: Fjölmenning.

11:15                    Juan Castillo sem starfar við fræðslu um fordóma á vegum Rauða krossins: Fordómar.

11:30                    Kristín Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi: Fordómalaus framtíð,

11:45                    Forsetar fjögurra rótarýklúbba: Hlutverk Rótarý í fjömenningarsamfélagi.