Fréttir

9.1.2012

Nýr klúbbfélagi

Á fundi Rótarýklúbbsins Reykjavík-Miðborg 9. janúar 2012 var Ásta Möller, forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands tekin í klúbbinn.

Fundur 9-1-2012 1

 

Ásta Möller varð stúdent frá MH 1976. Hún lauk B.Sc.-prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands 1980 og MPA-gráðu frá sama skóla 2006.


Fundur 9-1-2012 2 Ásta starfaði við  hjúkrun, stjórnun og sem fræðslustjóri á Borgarspítalanum 1980-1982 og 1984-1992. Hún var fastur stundakennari og aðjúnkt við námsbraut í hjúkrunarfræði 1981-1984. Hún var formaður Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga 1989-1994 og formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 1994-1999. Ásta tók við starfi framkvæmdastjóra Liðsinnis, fyrirtækis í heilbrigðisþjónustu 2005. Hún var alþingismaður 1999-2003, varaþingmaður 2003-2005 og alþingismaður 2005-2009 fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Frá 2010 hefur Ásta verið forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands og stundakennari við skólann.


Fundur 9-1-2012 3 
Ásta hefur verið virk í félagsstarfi og verið í stjórnum ýmissa félagasamtaka, s.s. Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta á háskólaárum, Bandalags háskólamanna, Samtaka hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum (SSN), Alþjóðasamtaka hjúkrunarfræðinga (ICN), en í báðum þessum síðastnefndu samtökum var hún varaformaður. Hún sat í stjórn Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga 1994-2009, m.a. formaður í nokkur tímabil. Þá hefur Ásta verið virk í starfi Sjálfstæðisflokksins, m.a. formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna, í miðstjórn og framkvæmdastjórn og formaður heilbrigðisnefndar/velferðarnefndar flokksins um árabil. Hún var kjörin í stjórn Alþjóðaþingmannasambandsins 2008 og var áður varaformaður kvennanefndar samtakanna. Hún hefur átt sæti í og verið formaður ýmissa nefnda á vegum stjórnvalda, m.a. á sviði heilbrigðismála, lifeyrismála, öldrunarmála, æskulýðsmála og nú síðast við vinnu að markaðsmálum íslenska hestsins erlendis. Ásta sat í varastjórn Viðskiptaráðs 2004-2006.  

Ásta er gift Hauki Þór Haukssyni MBA,  framkvæmdastjóra og eiga þau þrjú börn á lífi og eitt barnabarn.