Fréttir

8.11.2010

Á klúbbfundi í Mississippi

Þórunn Sveinbjörnsdóttir sótti nýlega fund í Rótarýklúbbnum í Hattiesburg sem er stærsta borgin í suðurhluta Mississippi í Bandaríkjunum. Þar ávarpaði hún fundinn og afhenti fána Miðborgarklúbbsins. Bill McLeod, forseti Hattiesborgarklúbbsins afhenti henni fána þess klúbbs. Hattiesborgarklúbburinn var stofnaður 1918 og voru stofnfélagar 26. Klúbbfélagar eru nú um 120 í kynjablönduðum klúbbi. Að sögn Þórunnar eru nefndir klúbbsins mjög virkar og á fundinum gerðu formenn allra nefnda og hópa grein fyrir störfum frá síðasta fundi. Til fróðleiks má nefna að vikulega er gefið út fjögurra síðan blað klúbbsins í tengslum við fundi hans.