Fréttir

24.1.2011

Nýr klúbbfélagi

Kristján B. Jónasson, bókaútgefandi var í dag tekinn í Rótarýklúbbinn Reykjavík-Miðborg. Kristján nam bókmenntafræði, þýskar bókmenntir og rómönsk fræði viðP1240146 háskólana í Bonn og Tübingen í Þýskalandi, Háskóla Íslands og í Perugia og Siena á Ítalíu. Hann var bókmenntaritstjóri hjá bókaútgáfunni Máli og menningu 1997-1999, útgáfustjóri Forlagsins 2000-2004 og þróunarstjóri útgáfumála hjá Eddu útgáfu 2004-2006. Kristján stofnaði bókaútgáfuna Crymogeu árið 2008, sem fæst við alþjóðlega útgáfu á bókum um ljósmyndir, listir, hönnun og arkitektúr.

 

Kristján hefur verið formaður Félags íslenskra bókaútgefenda frá árinu 2006.P1240142

 

Eiginkona Kristjáns er Gerður Kristný, rithöfundur og eiga þau synina Skírni og Hjalta.