Fréttir

18.8.2010

Klúbburinn fóstrar skiptinema

Klúbburinn er fósturklúbbur erlends skiptinema á yfirstandandi skólaári. Alþjóðlegt ungmennastarf Rótarýhreyfingarinnar er öflugt, bæði fyrir einstaklinga á framhaldsskóla- og háskólaaldri, og hafa fjölmargir Íslendingar notið góðs af því.

 

Skiptinemi klúbbsins að þessu sinni heitir Abbi Seasly, 16 ára stúlka sem fædd er í Suður-Kóreu en býr í borginni Findlay vestur af Cleveland í Ohio í Bandaríkjunum. Þar stundar hún nám í Findlay High School en mun í vetur sækja Fjölbrautarskólann í Garðabæ. Kristín Rafnar er trúnaðarmaður klúbbsins gagnvart Abbi auk þess sem alþjóðamálanefnd og stjórn leggja hönd á plóg.