Fréttir

22.1.2013

Heimsókn til Valitor

Valitor1 21-1-2013

Rótarýklúbburinn Reykjavík-Miðborg heimsótti Valitor 21. janúar 2013. Heimsóknin var í boði Viðars Þorkelssonar, forstjóri. Hann er félagi í rótarýklúbbnum.

Í starfsgreinaerindi sínu á fundinum fór Viðar yfir nokkrar áhugaverðar staðreyndir um íslenskan greiðslukortamarkað. Hann gat þess m.a. að Íslendingar notuðu greiðslukort mun meira en nágrannaþjóðirnar, það væru helst Norðmenn sem líktust Íslendingum en samt væri munurinn mikill. Félagið var lengi langumfsvifamesta greiðslukortafyrirtækið innanlands en hlutdeild þess í bæði færsluhirðingu og kortaútgáfuþjónustu við banka og sparisjóði hefur dalað á liðnum árum. Hefur það gerst samhliða uppbyggingu á starfsemi erlendis. 

Valitor2 21-1-2013Viðar upplýsti að Valitor hefði á 30 ára sögu sinni þróað sinn hugbúnað sjálft. Það hefði leitt til þess að mikil þekking hefði myndast innan félagsins um tæknilegar hliðar greiðslukortastarfsemi. Eins hefði félagið verði eitt af þeim fyrstu í Evrópu sem fékk heimild frá Visa til að stunda færsluhirðingu í netviðskiptum um alla Evrópu. Félagið hefur smám saman aukið umsvif sín í færsluhirðingu erlendis og nýlega hóf það útgáfu á fyrirframgreiddum kreditkortum í Englandi og Svíþjóð. Félagið starfar náið með erlendum aðilum sem þekkja vel til á markaði enda lítur Valitor fyrst og fresmst á sig sem upplýsingatæknifyrirtæki og vinnsluaðila. Viðar taldi að félagið hefði alla burði til og möguleika á að vaxa enn frekar erlendis. Í því sambandi benti hann m.a. á að félagið hefði starfrækt skrifstofu í Danmörku í nokkur ár og innan skamms verður opnuð skrifstofa á Englandi.Valitor3 21-1-2013

Valitor4 21-1-2013Viðar greindi frá tilraunaverkefni um snjallsímagreiðslur og snertilaus greiðslukort sem hefst innan skamms. Einnig sýndi hann hvernig Veskið virkar en með því er unnt að nota debetkort í viðskiptum á netinu en það hefur ekki verið hægt hingað til.