Fréttir
Nýr klúbbfélagi
Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands var í dag tekinn í Rótarýklúbbinn Reykjavík-Miðborg. Árni lauk lauk prófi í rekstrarhagfræði frá Háskólanum í Augsburg, Þýskalandi árið 1994. Hann var forstöðumaður áhættustýringar hjá þýska ferðaheildsalanum FTI í München 1993-1997. Hann var framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofu Íslands, framkvæmdastjóri Íslandsferða og forstöðumaður Icelandair Holidays á árunum 1997-1999.
Árni var sölu- og markaðsstjóri Flugfélags Íslands 1999-2005 og tók við starfi framkvæmdastjóra félagsins 2005. Hann hefur verið formaður Samtaka ferðaþjónustunnar frá 2008.
Eiginkona Árna er Sigríður Bjarnadóttir, iðjuþjálfi og eiga þau þrjá syni, Ingvar, Gunnar og Arnar.