Fjölmennur jólafundur
.jpg)
Jólafundur Rótarýklúbbsins Reykjavík-Miðborg var haldinn 9. desember 2013 á fundarstað klúbbsins í veitingahúsinu Nauthóli. Klúbbfélagar, makar og aðrir gestir fjölmenntu. Boðið var upp á hátíðarkvöldverð, ávörp, hljóðfæraleik og samsöng.
Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og félagi í Rótarýklúbbnum Reykjavík-Austurbær fjallaði um einelti og bók sína Ekki meir. Bókin fjallar um einelti og er leiðarvísir í aðgerðum gegn því.
Daria Wittwer, skiptinemi klúbbsins frá Sviss, og Mateo Vintimilla frá Ekvador, sem einnig er rótarýskiptinemi á Íslandi, spiluðu þrjú lög fyrir viðstadda. Daria spilaði á fiðlu og Mateo á gítar.
Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir, dómkirkjuprestur og fyrrum klúbbfélagi flutti hugvekju. Í henni lagði hún út af heitum kertanna fjögurra í aðventukransinum og jákvæðu gildi samveru og samskipta sem hún upplifði í rótarýklúbbnum. Að hugvekjunni lokinni leiddi hún hópinn í samsöng á sálminum Heims um ból.