Fréttir

10.12.2012

Tveir nýir félagar

RRM 10-12-2012 1

Á fundi í Rótarýklúbbnum Reykjavík-Miðborg 10. desember 2012 voru tveir nýir félagar teknir í klúbbinn, Pétur Blöndal blaðamaður og Stefán S. Stefánsson, skólastjóri, tónlistarmaður og lagahöfundur.

RRM 10-12-2012 2Pétur Blöndal er fæddur 1971. Hann hefur verið blaðamaður á Morgunblaðinu 1994-2000, 2002-2004 og frá 2006. Hann er ritstjórnarfulltrúi og stýrir menningardeild blaðsins. Hann stýrði almennatengsladeild Góðs fólks McCann 2000-2002 og var forstöðumaður fjárfestatengsla og kynningarmála hjá Íslandsbanka 2004-2005. Pétur situr í stjórn Forlagsins og er stjórnarformaður Stofnunar um fjármálalæsi. Þá er hann stundakennari í meistaranámi við Háskóla Íslands. Pétur hefur gefið út nokkrar bækur, þ.á m. Sköpunarsögur árið 2007 og Limrubókina árið 2012. Pétur lauk BA-prófi í heimspeki við Háskóla Íslands og MBA-prófi með áherslu á mannauðsstjórnun við Háskólann í Reykjavík. Hann er kvæntur Önnu Sigríði Arnardóttur og eiga þau tvö börn, dreng og stúlku.

 

RRM 10-12-2012 3Stefán S. Stefánsson er fæddur 1957. Hann stundaði þverflautunám í Tónskóla Sigursveins og Tónlistarskólanum í Reykjavík. Hann lauk BM-prófi við Berklee College of Music í Boston í Bandaríkjunum 1983 og sótti nám í jazztónsmíðum við sama skóla sumarið 1989. Stefán hefur starfað sem tónlistarkennari við Tónlistarskóla F.Í.H. frá 1983 og var yfirkennari jazzdeildar um þriggja ára skeið. Hann er nú skólastjóri Tónlistarskóla Árbæjar. Stefán er afkastamikill lagahöfundur, útsetjari og útgefandi tónlistar. Hann hefur spilað með, samið fyrir og stjórnað Stórsveit Reykjavíkur og mörgum minni hljómsveitum. Stefán er kvæntur Önnu S. Ólafsdóttur, félagsráðgjafa og eiga þau einn son og tvær dætur.