Fréttir

6.8.2010

Klúbbstarf hefst á ný

Mánudaginn 9. ágúst hefjast reglulegir fundir klúbbsins á ný að loknu sumarleyfi. Fyrirlesari á fundinum verður Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma á Íslandi sem er dótturfélag kanadíska jarðhitafélagsins Magma Energy Corporation. Félagið hefur verið áberandi í fréttum undanfarnar vikur eftir að það gekk frá samningum um að það eignist 98,5% hlut í HS Orku. Í viðhorfkönnun meðal félagsmanna í klúbbnum í júlí kom fram að vinsælasta umræðuefni á fundum klúbbsins er einmitt málefni líðandi stundar, þ.e. það sem hæst ber í þjóðfélaginu hverju sinni. Málefni Magma og HS Orku falla svo sannarlega í þann flokk. P9130090