Fréttir

6.8.2016

Klúbbstarf hefst á ný að loknu sumarleyfi

Fyrsti fundur í Rótarýklúbbnum Reykjavík-Miðborg að loknu sumarleyfi verður mánudaginn 8. ágúst 2016. Fundurinn verður haldinn á fundarstað klúbbsins í veitingahúsinu Nauthóli við Nauthólsvík. Hann hefst á hefðbundnum tíma kl. 12.15. Fyrirlesari verður Gunnar Stefánsson, tölfræðingur, prófessor við Háskóla Íslands og félagi í Rótarýklúbbnum Borgir-Kópavogur. Hann mun fjalla um alþjóðlega verkefnið "Education in a suitcase". Í sumar var sett upp kerfi á nokkrum stöðum í Kenía, m.a. í öryggisfangelsi og á eyjunni Takawiri, þar sem hvorki er Internet né rafmagn á heimilum. Í ljós kom að þótt tölvubúnaður geti ekki komið í stað góðrar kennslu, þá getur tæknin jafnað aðstöðumun verulega. Auk þess mun Thomas Möller, forseti klúbbsins fara yfir dagskrá nýhafins starfsárs.