Fréttir
Rótarýklúbbur veitir styrki
Rótarýklúbburinn Reykjavík-Miðborg veitti nýlega styrki til Rauða kross Íslands og Unicef. Á myndinni sjást Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins og Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri Unicef við styrkveitinguna ásamt Rannveigu Gunnarsdóttur, forseta rótarýklúbbsins. Rótarýklúbburinn lagði rúmlega eina milljón króna til innlendra og erlendra samfélagsverkefna á nýliðnu starfsári. Er það með líkum hætti og á liðnum árum. Styrkir til samfélagsverkefna endurspegla almenn markmið rótarýhreyfingarinnar sem eru að efla bræðralag og veita þjónustu.