Fréttir

16.3.2016

Rótarýfundur hjá 365 miðlum

Rótarýklúbburinn Reykjavík-Miðborg heimsótti 365 miðla 14. mars 2016. Heimsóknin var í boði Sævars Freys Þráinssonar forstjóra. Sævar Freyr er félagi í rótarýklúbbnum. Vel var tekið á móti hópnum og hann upplýstur um fjölmargt í starfsemi fyrirtækisins. Auk Sævars Freys fóru Kristín Þorsteinsdóttir, ritstjóri frétta, Jón Gnarr dagskrárstjóri og Petra Ingileif Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri sölu-, þjónustu- og markaðssviðs yfir ýmsa þætti í starfseminni.