Fréttir
Heimsókn til Valitor
Næsti fundur í Rótarýklúbbnum Reykjavík-Miðborg verður haldinn mánudaginn 7. nóvember 2016 í húsakynnum Valitor að Dalshrauni 3 í Hafnarfirði. Þar mun klúbbfélaginn Viðar Þorkelsson taka á móti hópnum. Hann mun sýna húsnæði félagsins og segja frá starfsemi þess. Jafnframt mun hann fræða hópinn um þær miklu breytingar sem eru að verða í heimi greiðslumiðlunar sem sannarlega eru að hafa áhrif á viðskipti og framfarir.