Fréttir
Heimsókn til LÍN
.jpg)
Guðrún fór m.a. yfir breytingar á skipulagi sjóðsins, þróun á fjölda starfsmanna, fjölda lántaka á síðasta skólaári, fjölda greiðenda til sjóðsins, fjármál sjóðsins, ýmis atriði í útlánareglum, lista yfir þau tíu lönd sem íslenskir námsmenn hafa sótt mest til og lista yfir tíu vinsælustu námsgreinarnar. Hún sýndi hvernig árlegur fjöldi íslenskra námsmanna erlendis hefur nánast staðið í stað um langt árabil á meðan árlegur heildarfjöldi námsmanna hefur vaxið verulega.