Fréttir

2.9.2012

Heimsókn til N1

Rótarýklúbburinn Reykjavík-Miðborg heimsótti höfuðstöðvar verslunar- og þjónustufyrirtækisins N1 27. ágúst 2012. Heimsóknin var í boði Árna Stefánssonar, framkvæmdastjóra vöru- og rekstrarsviðs en hann er félagi í rótarýklúbbnum.
N1-2N1-1

Í starfsgreinaerindi sínu á fundinum fór Árni yfir helstu þætti í starfsemi N1. Hann gat þess að stefna fyrirtækisins væri að vera leiðandi verslunar- og þjónustufyrirtæki á innanlandsmarkaði sem veitir fólki og fyrirtækjum heildarlausnir á sviði bílatengdrar starfsemi og heildarlausnir í rekstrarvörum og eldsneyti til fyrirtækja. Hann gat þess að N1 væri ábyrgur þjóðfélagsþegn sem legði áherslu á öryggismál og umhverfisvernd á öllum sviðum starfseminnar og væri meðvitað um að styrkja góð málefni. Hann nefndi einnig að fyrirtækið væri með víðtækara drefinet en helstu keppinautarnar.