Fréttir

20.2.2015

Stefán hlýtur Íslensku tónlistarverðlaunin

Stefán S. Stefánsson, skólastjóri, tónlistarmaður og tónskáld og félagi í Rótarýklúbbnum Reykjavík-Miðborg hlaut nýverið Íslensku tónlistarverðlaunin. Verðlaunin hlaut hann í flokknum Tónhöfundur ársins - djass og blús. Í umsögn segir að verk Stefáns fyrir Stórsveit Reykjavíkur séu stórvirki í tónskáldskap Íslendinga. Jafnframt segir að tilfinningin fyrir eðli stórsveitarinnar bregðist Stefáni aldrei.