Fréttir
Klúbbstarf hefst á nýju ári
Klúbbstarf hefst á ný í Rótarýklúbbnum Reykjavík-Miðborg að loknu jólafríi. Fyrsti fundur nýs árs verður haldinn mánudaginn 5. janúar 2015. Hann hefst kl. 12.15. Fundurinn verður á hefðbundnum fundarstað klúbbsins í veitingahúsinu Nauthóli við Nauthólsvík. Gestur fundarins verður Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor. Hann mun fjalla um eldvirkni á Reykjanesi.