Fréttir

22.12.2011

Rótarýfundir erlendis

Félagar í Rótarýklúbbnum Reykjavík-Miðborg hafa sótt nokkra fundi erlendis það sem af er þessu starfsári. Finna má upplýsingar um fundarstað og fundartíma allra rótarýklúbba í heiminum á heimasíðu Rotary International (club locator á http://www.rotary.org).

 Sarasotafundur 13-12-2011 4

Rannveig Gunnarsdóttir, eiginkona Tryggva Pálssonar umdæmisstjóra, fór með honum á umdæmisþing í Langesund í Noregi í byrjun september. Þau hjónin sóttu síðan undirbúningsfund norrænna umdæmisstjóra í Lilleström í Noregi í byrjun október.

Birgir Ómar Haraldsson sótti fund í rótarýklúbbnum í Nuuk á Grænlandi í september.

Grænlandsfundur

Erna Bryndís Halldórsdóttir hefur sótt þrjá fundi í Suður-Afríku. Í október sátu hún og Inga Jóna Þórðardóttir fund í rótarýklúbbnum í Paarl. Á meðfylgjandi mynd sem birtist í dagblaðinu Paarl Post má sjá Ernu Bryndísi og Ingu Jónu ásamt Geir H. Haarde, eiginmanni Ingu Jónu og félaga í Rótarýklúbbi SAfundur

Reykjavíkur. Á myndinni eru einnig þrír Íslendingar búsettir í Suður-Afríku, þau Áslaug Jónsdóttir og Kristinn Kolbeinsson sem bæði eru félagar í rótarýklúbbnum Franschhoek Valley og Róbert Melax sem er félagi í rótarýklúbbnum Paarl. Auk þessa fundar í Paarl sótti Erna Bryndís tvo fundi í rótarýklúbbnum Franschhoek Valley í byrjun nóvember og var sá fyrri fullgildingarhátíð klúbbsins.

Finnur Sveinbjörnsson og Dagný Halldórsdóttir, kona hans og félagi í Rótarýklúbbi Reykjavíkur, sóttu fund í rótarýklúbbnum Sarasota Gulf Gate í Sarasota í Flórída í Bandaríkjunum í desember. Á meðfylgjandi mynd má sjá Finn og Jim Pippenger, forseta Sarasotaklúbbsins rétt áður en þeir skiptast á  fánum klúbbanna.

  Sarasotafundur 13-12-2011 2