Fréttir

31.8.2016

Stefnumótun klúbbsins o.fl.

Á fundi í Rótarýklúbbnum Reykjavík-Miðborg 29. ágúst 2016 kynnti Thomas Möller, forseti klúbbsins stefnumótun nýrrar stjórnar fyrir starfsárið. Hann fór yfir helstu atriði sem gera klúbbinn einstakan, markmið stjórnar varðandi Rótarýsjóðinn, samfélagsverkefni, samstarf við aðra klúbba, félagafjölda, kynjahlutfall o.fl. Þá benti hann á að 1.000 fundur klúbbsins yrði á starfsárinu og að ætlunin væri að halda veglega upp á það.

Thomasi er margt til lista lagt. Hann hefur m.a. haldið námskeið um ræðumennsku um árabil og var einn af forsvarsmönnum þess að rótarýklúbbar hófu að bjóða grunnskólanemendum námskeið í ræðumennsku. Á fundinum 29. ágúst 2016 fór Thomas yfir nýjustu strauma í ræðulist.

Hér má nálgast glærurnar sem Thomas notaði TM-RRM-29-8-2016