Fréttir
Nýr klúbbfélagi
Á fundi í Rótaýklúbbnum Reykjavík-Miðborg 10. febrúar 2014 var Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík tekinn í klúbbinn.
Ari Kristinn Jónsson er fæddur 1968. Hann lauk B.Sc.-prófi í stærðfræði frá Háskóla Íslands 1990 og B.Sc.-prófi í tölvunarfræði frá sama skóla ári síðar. Þaðan lá leiðin til Stanford University í Kaliforníu í Bandaríkjunum þar sem Ari lauk M.Sc.-prófi í tölvunarfræði 1995 og doktorsprófi 1997.
Ari Kristinn hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar á náms- og starfsferli sínum. Hjá NASA hlaut hann t.a.m. NASA Administrators' Award 2004 og tvisvar sinnum hlaut hann Space Act Award. Hann hlaut hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs 2007. Þau eru árlega veitt vísindamanni sem þykir snemma á starfsævinni gefa fyrirheit um árangur í vísindum og rannsóknum. Þau þykja ein virtasta viðurkenning sem veitt er í íslensku vísindasamfélagi.
Ari Kristinn er kvæntur Sarah Julia Herrmann. Þau eiga tvo syni.