Fréttir

6.12.2010

Nýr klúbbfélagi

Sigríður Stefánsdóttir, forstöðumaður félagsmiðstöðvanna að Vitatorgi og Vesturgötu 7 í Reykjavík var í dag tekin í Rótarýklúbbinn Reykjavík-Miðborg. Hún var áður félagi í Rótarýklúbbi Neskaupstaðar en óskaði eftir flutingi eftir að hún fluttist til Reykjavíkur. Sigríður er réttarfélagsfræðingur að mennt frá háskólanum í Lundi í Svíþjóð. Hún var framkvæmdastjóri Hollvinasamtaka Háskóla Íslands 1995-2002 ásamt því að kenna við skólann og Námsflokka Reykjavíkur. Hún starfaði úm árabil sem túlkur og þýðandi á norrænum ráðstefnum. Sigríður var félagasmálastjóri í Fjarðabyggð 2006-2010 en fluttist til Reykjavíkur vorið 2010 og tók þá við núverandi starfi. Sigríður er þriggja barna móðir og barnabörnin eru fjögur.