Heimsókn rótarýumdæmisstjóra
Guðbjörg Alfreðsdóttir, umdæmisstjóri Rótarýumdæmisins á Íslandi 2014-2015 heimsótti Rótarýklúbbinn Reykjavík-Miðborg 22. september 2014. Þetta er fyrsta klúbbheimsókn hennar og eiginmanns hennar, Ásmundar Karlssonar, á starfsárinu. Á fundinum fjallaði Guðbjörg almennt um starf Rótarýhreyfingarinnar og Rótarýsjóðsins, þjónustuleiðirnar fimm, einkunnarorð núverandi forseta hreyfingarinnar, íslenska rótarýumdæmið og markmiðin sem hún hefur sett fyrir umdæmisár sitt. Markmiðin lúta að félagaþróun og vonast hún til að það takist að fjölga rótarýfélögum í 1.300 á starfsárinu. Þau lúta einnig að Rótarýsjóðnum þar sem hún vonast til að íslensku klúbbarnir láti af hendi rakna sem svarar til 100 USD á hvern félaga. Loks lúta þau að rótarýdeginum á Íslandi sem ráðgert er að halda 28. febrúar 2015.