3.10.2013
Næsti fundur í Þjóðleikhúsinu

Næsti fundur í Rótarýklúbbnum Reykjavík-Miðborg verður haldinn í Þjóðleikhúsinu mánudaginn 7. október 2013. Tinna Gunnlaugsdóttir, þjóðleikhússtjóri og klúbbfélagi mun taka á móti hópnum í anddyri leikhússins kl. 12.00. Hún mun leiða hópinn um baksvið leikhússins og segja frá vetrardagskránni. Boðið verður upp á léttan hádegisverð.