Fréttir
Heimsókn í Frumkvöðlasetur

Næsti fundur í Rótarýklúbbnum Reykjavík-Miðborg verður mánudaginn 7. sept. 2015 í Frumkvöðlasetrinu á Eiðistorgi, Seltjarnarnesi (www.innovationhouse.is). Fundurinn hefst á hefðbundnum tíma kl. 12.15. Á fundinum mun María Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Frumkvöðlasetursins segja frá starfsemi þess. Þá munu fulltrúar frumkvöðlafyrirtækjanna Vivaldi, Solid Clouds og Sway segja frá þeim skemmtilegum nýjungum sem þar er verið að þróa. Á fundinum verða nokkrir norskir rótarýfélagar. Boðið verður upp á veitingar.