Fréttir

11.3.2013

Nýr klúbbfélagi

RRM 11-3-2013 6

Á fundi í Rótarýklúbbnum Reykjavík-Miðborg 11. mars 2013 var Arney Einarsdóttir, lektor og forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar í mannauðsstjórnun við Háskólann í Reykjavík tekin í klúbbinn. Hún var áður í Rótarýklúbbnum Borgum í Kópavogi.

Arney Einarsdóttir er fædd 1962. Hún lauk B.Sc.-prófi í hótel- og veitingarekstri og ferðamálum með viðskiptafræði sem aukagrein frá California State Polytehnic University í Pomona í Kaliforníu í Bandaríkjunum 1990. Hún lauk M.A.-prófi í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands 2004.

RRM 11-3-2013 4Arney er lektor við Háskólann í Reykjavík og forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar í mannauðsstjórnun (RA-MAUS). Hún hefur starfað þar frá 2005. Hún er einnig annar stofnenda og eigenda félagsins HRM - Rannsóknir og ráðgjöf sem stofnað var 2004 og jafnframt framkvæmdastjóri þess. Hún stundar ráðgjöf, rannsóknir og kennslu á sviði mannauðsstjórnunar á báðum þessum stöðum.

Arney hefur m.a. starfað sem fræðslustjóri hjá Fræðsluráði hótel- og veitingagreina og sem framkvæmdastjóri Gæðastjórnunarfélags Íslands (nú Stjórnvísi). Hún hefur kennt víða, þ.á m. við Ferðamálaskólann í Kópavogi, Endurmenntun Háskóla Íslands og Opna háskólann við Háskólann í Reykjavík.RRM 11-3-2013 5

Eiginmaður Arneyjar er Gísli Gíslason, viðskiptafræðingur. Þau eiga tvo syni og eina dóttur.

 

RRM 11-3-2013 3RRM 11-3-2013 2

RRM 11-3-2013 1