Fréttir

7.12.2015

Stjórnarkjör í Rótarýklúbbnum Reykjavík-Miðborg

Kjörin hefur verið stjórn í Rótarýklúbbnum Reykjavík-Miðborg fyrir starfsárið 2016-2017 sem hefst 1. júlí 2016. Í stjórninni munu sitja Thomas Möller forseti, Svanhildur Blöndal viðtakandi forseti (verður forseti starfsárið 2017-2018), Hrefna S. Briem ritari, Páll Harðarson gjaldkeri, Sævar Kristinsson stallari og Rannveig Gunnarsdóttir fráfarandi forseti (er forseti starfsárið 2015-2016). Thomas var ritari klúbbsins 2005-2006 og 2013-2014.

Þá hefur Finnur Sveinbjörnsson verið kjörinn skoðunarmaður reikninga klúbbsins fyrir starfsárin 2016-2017 og 2017-2018. Fyrir eru skoðunarmennirnir Þórunn Guðmundsdóttir fyrir starfsárið 2015-2016 og Dögg Pálsdóttir fyrir starfsárin 2015-2016 og 2016-2017.